top of page
Search

Hver er munurinn á milli naprapata, kírópraktora og sjúkraþjálfara ?

Margir spyrja hver munurinn og hver líkindin séu á milli naprapata, kírópraktora og sjúkraþjálfara. Hvernig meðhöndla þeir? Hvernig er menntunin og grunngildin? Og hvað skiptir mestu máli – hvaða meðferðaraðila ættir þú að velja?


Mín skoðun er sú að allar þessar stéttir skipta máli í samfélaginu og að allar veita þær mikilvæga þjónustu, sérstaklega vegna þess hversu margir eigast við vöðva- og stoðkerfisvandamál í dag.

Það er þó mikilvægt að gera sér grein fyrir því að munurinn á þessum stéttum geti aldrei verið alveg nákvæmur og hver meðferðaraðili og hver sjúklingur er einstakur. Engin stétt er almennt “betri” en hin, það eru bara mismunandi áherslur.


Saga og bakgrunnur:


Kírópraktík: Kírópraktíkin á rætur sínar að rekja til Daniel David Palmer í lok 19. aldar. Hann hóf að meðhöndla sjúklinga um 1895 og stofnaði menntun kírópraktora árið 1897. Nafnið „kiropraktik“ kemur úr grísku: chiro = hönd, praktik = framkvæma/gera – þ.e.a.s. “að meðhöndla með höndunum”. Markmið þessarar starfsgreinar snýst um meðhöndlun með höndunum og það handbragð hefur þróast með tímanum sem skilar sér í betri skilning á hvernig meðferðin hefur áhrif á taugakerfið.


Naprapati: Naprapat var upphaflega þróað af Oakley Smith, sem hafði lært kírópraktík hjá Palmer, en stofnaði síðar eigin skóla (1907) í Chicago. Naprapati sameinar handhæfar meðferðir og áhrif frá öðrum læknisfræðilegum hugmyndum. Nafnið kemur úr tékknesku („napravit“ = að leiðrétta) og latínu („patos“ = þjáning), svo merkingin er „leiðrétta orsök þjáningar“.


Sjúkraþjálfun: Þessi starfsgrein hefur lengri sögu, á Íslandi og víðar heyrir hún undir endurhæfingu. Sjúkraþjálfun beitir hreyfingu, æfingum og meðferðum til þess að bæta virkni vöðva, liða og taugakerfis.


Líkur og mismunur:


  • Líkt:

    Allar þrjár starfsgreinar vinna með fólki sem þjást af verkjum eða stoðkerfis vandamálum. Engin notar lyf sem aðalmeðferð, heldur frekar meðhöndlun í formi hnykkinga/nudd/teygja/liðlosun og æfinga.


  • Mismunur í áherslum:

    • Sjúkraþjálfari leggur oft meiri áherslu á endurhæfingu og hreyfingu.

    • Naprapatar og kírópraktorar leggja meiri áherslu á meðhöndlun á bekk t.d. hnykkingar, nudd, teygjur og liðlosun.

    • Hnykkingar/liðlosun er stór hluti af menntun naprapata og kírópraktora, en ekki eins mikið hjá sjúkraþjálfurum.


Hvað býður hver fagstétt almennt uppá?


  • Naprapat: Greinir og meðhöndlar vanda tengda vöðvum og liðum. Markmiðið er að ná betri hreyfanleika í stífum svæðum, bæta blóðflæði og stuðla að lækningu. Meðhöndlun getur falið í sér hnykkingar, nudd, teygjur, liðlosun og æfingar til enudrhæfingar.

  • Kírópraktor: Greinir og meðhöndlar líkt og naprapatar en með lítillega aðra áherslu. Mikilvægur þáttur hjá kírópraktörum eru hnykkingar, en þeir geta líka notað aðferðir á mjúkvef og blandað þessu saman þegar við á.

  • Sjúkraþjálfari: Getur skoðað vandamálið, lagt mat á hreyfimynstur, bætt hreyfanleika og styrk með æfingum og öðrum aðferðum. Nudd, teygjur, æfingar og leiðsögn um hvernig best er að koma sér úr verkjum.


Menntun og réttindi


  • Naprapat námið er 5 ára nám, þar af 4 ár við Naprapathögskolan í Stokkhólmi, svo eitt ár af starfsnámi til að verða löggiltur naprapat.

  • Kírópraktík: Nám í ýmsum löndum (Svíþjóð, Danmörku, Bandaríkjunum, Englandi, Ástralíu o.s.frv.). Nám yfirleitt 4-5 ár, en fer eftir landi. Einnig eitt ár af starfsnámi til löggildingar.

  • Sjúkraþjálfun: námið er 3-5 ára nám, víða í heiminum.


Hver ætti að velja hvað?


Það fer eftir einkennum þínum og aðstæðum (hvar er vandinn, hversu langvarandi hann er, hvað hefur hjálpað áður o.s.frv.). Hér eru nokkur atriði sem geta hjálpað:


  • Ef verkur kemur frá stífleika eða þröngum hreyfingum í liðum/vöðvum, gæti naprapat eða kírópraktor verið góður kostur.

  • Ef þig vantar mjög markvissa endurhæfingu, styrktaræfingar eða leiðbeiningar um daglegar hreyfingar, gæti sjúkraþjálfari verið réttari aðili.

  • Besti árangurinn næst oftast þegar meðferðin er samblanda af hands-on meðferð + æfingum sem þú gerir heima.



Þarft þú hjálp með þín stoðkerfis vandamál? Hafðu samband :)



 
 
 

Comments


bottom of page