top of page

Arnór Gauti
Naprapati - Þjálfari
Um mig
Ég heiti Arnór Gauti Brynjólfsson og er 26 ára gamall. Ég hef spilað fótbolta síðan ég var 7 ára. Ég lenti í slæmum meiðslum á unglingsárunum sem héldu mér frá íþróttinni í tvö ár. Meiðslin vöktu áhuga minn á líkamanum og hvernig hann virkar. Ég vildi læra meira um mannslíkamann og ég útskrifaðist sem ÍAK styrktarþjálfari árið 2019.
Ég lærði Naprapat í Svíþjóð í 4 ár og vorið 2023 útskrifaðist ég sem Dr. of Naprapati frá Naprapathögskolan í Stokkhólmi. Samhliða náminu hef ég bæði unnið á Íslandi og í Svíþjóð á Naprapat/Kíropraktor stofum.
Í dag vinn ég á Naprapat stofu sem heitir naprapat.is ásamt því að vera styrktarþjálfari fyrir meistarflokk KK, KVK og 2. flokk Fylkis í knattspyrnu.
bottom of page