top of page
Search

Ökklatognun - Hvað er til ráða?


Tognun á ökkla verður þegar ökklinn teygist skyndilega. Það getur leitt til þess að blæðing eða bólga myndast á ökklanum. Ökklatognanir eru sársaukafullar og hafa áhrif á virkni og hreyfugetu ökklans. Rétt enduhæfing er forsenda til góðs bata.


Áverki við tognun á ökkla verður t.d. þegar maður stígur rangt, lendir skakkt eftir hopp eða verður fyrir utanaðkomandi álagi eins og tæklingu í fótboltaleik. Þegar ökklaliðurinn teygist skyndilega út fyrir sitt eðlilega hreyfisvið teygjast liðbönd og vöðvar sem leiðir til blæðingu. Þetta getur verið sársaukafullt og fylgir með sér bólgur, litabreytingum og erfiðleikar við göngu.


Greining á ökkla tognunum er gerð út frá sjúkrasögu og klínískri skoðun. Við ökklatognanir myndast eymsli annaðhvort utanvert eða innanvert á ökklanum. Einkenni sem þú getur upplifað eru erfiðleikar að ganga, verkir og litbreytingar á fæti.


Ökklinn verður alltaf bólginn eftir tognun, þar sem það myndast blæðing í vöðvum og liðböndum. Fyrsta meðferðin á meiðslasvæðinu er POLICE - protect/optimal load/ice/compression/elevation. Með því að forðast álag á fótinn, kæla og setja fótinn í upphækkun minnkaru blæðinguna eftir slysið. Gott er að halda fætinum í upphækkaðri stöðu eins mikið og mögulegt er fyrstu dagana eftir slysið. Kæling er góður kostur sem verkjastilling.


Hversu fljót/ur ertu að jafna þig eftir ökklatognanir?

Það er mismunandi hversu langan tíma endurhæfingin tekur. Það fer eftir því hversu alvarleg tognun var/er. Liðbands tognanir skiptast í þrjár gráður:


Endurhæfing á gráðu 1/grade 1 ökklatognun getur tekið 2-8 vikur að gróa.

Endurhæfing á gráðu 2/grade 2 ökklatognun getur tekið 2-6 mánuði að gróa.

Endurhæfing á gráðu 3/grade 3 ökklatognun getur tekið 6-12 mánuði að gróa.


Rétt enduhæfing er forsenda til góðs bata. Í endurhæfingunni er unnið að því að fá fulla hreyfigetu tilbaka ásamt styrk. Það er mjög mikilvægt að ná tilbaka fyrri hreyfigetu og styrk í ökkla til þess að minnka líkurnar á fleiri meiðslum. Þar sem stærstu/helstu orsökin á meiðslum eru fyrri meiðsli!



Þarftu hjálp með þín meiðsli? Hafðu þá samband :)





 
 
 

Comments


bottom of page