top of page
Search

Hvað er vöðvabólga?

Updated: Oct 17, 2025

Vöðvabólga er orð sem fólk notar oft þegar þau eru með verki/stífleika í hálsi og herðum.


Vöðvabólga myndast við of mikið álag á vöðva sem vöðvinn sjálfur höndlar ekki, það getur orsakað verki. Verkir eru viðvörunarbjöllur frá líkamanum sem eru að segja þér að ef þú heldur áfram í sama takti, geti það endað illa. Svæðið sem er að gefa frá sér verki þarfnast hvíldar.


Algeng einkenni við vöðvabólgu eru verkir í vöðvum, sem geta leitt út í axlir eða höfuð. Það getur t.d. valdið höfuðverk.


Hvað get ég sjálf/ur gert til að minnka vöðvabólguna?


Til að byrja með myndi ég mæla með nægri hvíld og minnka álag á svæðið sem er verkjað, kæling getur einnig verið góður verkjastillir. Í framhaldi af því er mikilvægt að styrkja og liðka vöðvana svo þeir "höndli" álagið sem þú setur á þá. Það minnkar líkurnar á endurkomandi vövðabólgu.


Hvernig virkar meðhöndlun á vöðvabólgu hjá naprapata ?


Byrjað er að framkvæma ítarlega skoðun til að greina rót vandans. Út frá niðurstöðunum meðhöndla ég liði og vöðva til þess að minnka spennu og auka hreyfigetu í vöðvanum/vöðvunum sem eru að gefa frá sér verki. Naprapat meðhöndlun felst meðal annars í drop-tækni, hnykkingum, meðhöndlun á mjúkvef/bandvef ásamt sérsniðnum æfingum fyrir þitt stoðkerfisvandamál.


Hversu langan tíma tekur að losna við vöðvabólgu?


Það er mismunandi eftir hverjum og einum. Ef þú ert með vöðvabólgu og hvíld eða annað sem þú hefur látið á reyna til að minnka hana virkar ekki - þá mæli ég með að bóka tíma hjá naprapata og við hjálpum þér að finna lausn.



Þarft þú aðstoð með þína vöðvabólgu? Hafðu þá samband:)




 
 
 

Comments


bottom of page