Hvað gerir naprapat?
- Arnór Gauti naprapat

- Sep 29, 2025
- 1 min read
Naprapati sérhæfir sig í greiningu, meðhöndlun og endurhæfingu á stoð- og taugakerfinu.

Naprapatar búa yfir mikilli þekkingu og tækni til þess að meðhöndla þig á öruggan og árangursríkan hátt. Markmið naprapata er að ná þér sársaukalausum eins hratt og örugglega og hægt er. Naprapat er löggilt heilbrigðisstétt.
Naprapat meðhöndlun felst meðal annars í drop-tækni, hnykkingum, meðhöndlun á mjúkvef/bandvef ásamt sérsniðnum æfingum fyrir þitt stoðkerfisvandamál.
Naprapatar meðhöndla flestar týpur af stoðkerfisvandamálum, bæði akút og krónísk vandamál. Til að ná sem mestum árangri í að verða vekjalaus sem fyrst er meðferðin oftast blanda af meðhöndlun á bekk og sérsniðnum æfingum útfrá þínu stoðkerfisvandamáli.
Hér eru dæmi um stoðkerfis vandamál sem naprapatar eru vanir að vinna með:
Liðagigt/slitgigt
Beinhimnubólga
Brjósklos
Frosin öxl/Frozen shoulder
Jumpers knee
Hausverkir
Mígreni
Hásina vandamál
Hælspori
Vöðvatognanir
Verkir í baki og hálsi
Verkir í mjöðm, hné og ökkla
Verkir í öxl, olnboga og úlnlið
Þarft þú hjálp með þín stoðkerfis vandamál? Hafðu samband :)



Comments