top of page
Search

Algengar spurningar varðandi naprapat


Hvað er naprapat?

Naprapatar sérhæfa sig í greiningu, meðhöndlun og endurhæfingu á stoð- og taugakerfinu.

Naprapatar búa yfir mikilli þekkingu og tækni til þess að meðhöndla þig á öruggan og árangursríkan hátt. Markmið naprapata er að ná þér sársaukalausum eins hratt og örugglega og hægt er.


Hvernig virkar meðferð hjá naprapata?

Fyrsti tími er 45 mínútur. Við byrjum á að fara yfir sjúkrasöguna þína, bæði ný og eldri meiðsli. Ég framkvæmi síðan ítarlega skoðun til að greina rót vandans. Við setjum upp plan útfrá niðurstöðunum hvernig meðhöndlun hentar þér en það getur verið sem dæmi hnykkingar, nudd, teygjur og sérsniðnar æfingar.


Endurkomu tími er 15-30 mínútur. Í fyrsta tímanum settum við saman upp plan hvernig meðhöndlun hentar þér best. Í endurkomu vinnum við að þínum markmiðum samkvæmt plani.


Við hvaða stoðkerfis vandamál getur naprapati hjálpað með?

Naprapati meðhöndlar flestar týpur af stoðkerfisvandamálum, bæði akút og krónísk vandamál. Til að ná sem mestum árangri í að verða vekjalaus sem fyrst er meðferðin oftast blanda af meðhöndlun á bekk og sérsniðnum æfingum útfrá þínu stoðkerfisvandamáli. Hægt er að lesa meira um hvernig vandamál naprapat vinnur með hér:


Getur maður farið til naprapata í forvarnarskyni?

Já, margir nýta það að koma til naprapata til að koma í veg fyrir endurtekin vandamál eða til að draga úr álagi í daglegu lífi eða íþróttum.


Þarftu tilvísun frá lækni til þess að koma til naprapata?

Nei, þú getur bókað tíma strax hjá naprapata án tilvísunar.


Greiða sjúkratryggingar niður meðhöndlun hjá naprapata?

Nei, en einhver stéttarfélög endurgreiða kostnaðinn.


Þarf ég margar meðferðir eða dugar eitt skipti hjá naprapata?

Sumir finna mikinn létti strax, oftast er mælt með nokkrum skiptum, sérstaklega ef um langvarandi vandamál er að ræða.



Þarft þú hjálp með þín stoðkerfis vandamál? Hafðu samband :)




 
 
 

Comments


bottom of page